Væl

Það er með eindæmum að fólk með mjög góðar tekjur skuli koma svona fram opinberlega. Það eru þúsundir Íslendinga með miðlungstekjur sem einfaldlega borga sinn skatt. Það er nú bara þannig að við rekum heilbrigðiskerfi, skólakerfi o.fl. sem þarf að borga fyrir. Það er líka sárt að hugsa til þess að þeir sem borga ekki skatt finnst ekkert sjálfsagðara en að  nýta sér þetta kerfi þegar því hentar og láta aðra borga brúsann. 

Við sem erum menntuð til að sinna mikilvægum hlutverkum berum ábyrgð (læknar, kennarar, hjúkrunarfræðingar, prestar o.s.frv.) Við erum all flest menntuð á kostnað skattgreiðenda og höfum skyldum að gegna. Á íslandi hrundi hagkerfið og það verður ekki leyst á einni nóttu. Sýnum ábyrgð og forðumst það gullæði sem gripið hefur sumar stéttir sem sjá sig "knúna" til að flýja land þó verkefni séu ærin hér.

kv. Páll

 


mbl.is Flúði til Noregs undan skattinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Teitur Haraldsson

Þetta er frekar van hugsað hjá þér.

Þar sem ríkið þarf að reka þessa grunnþjónustu er þá alveg sama hvernig fólk er skattlagt og hvort það er réttlátt eður ei?

Teitur Haraldsson, 30.7.2011 kl. 16:19

2 identicon

Hvernig dettur manninum í hug að hann fái persónuafslátt á Íslandi þegar hann býr ekki í landinu. Þvílíkur þöngulhaus.

bjarni (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 17:11

3 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Bjarni gáfnahaus ætti að lesa tvísköttunarsamninginn  og nenna að lesa fréttina Ég er að flytja heimilsfesti mitt til Noregs og því liggur í augum uppi að ég hef búið hér á Íslandi en ekki erlendis. Endurtek fyrir gáfnahausinn: Er að flytja. Bý nú á Íslandi , - en ekki mikið lengur.

Ég tel að ég að eigi rétt á sama persónuafslætti og gáfnahausinn þegar ég er íslenskur þegn. Þegar allt er tekið saman eru skattar LÆGRI í Noregi en á Íslandi. Ég var tekjulaus í 4 ár í menntaskóla (á framfæri foreldra), sex ár í háskóla (á verðtryggðum námslánum - en á lágum vöxtum) og í þrjú ár í framhaldsnámi (í USA)  á eigin kostnað . Hef greitt skatta og skyldur á Íslandi í 35 ár og skulda íslensku samfélagi ekki neitt - síst labbakútum eins og gáfnahausnum bjarna eða ökukennaranum og opinbera starfsmanninum palla.

Sigurjón Benediktsson, 30.7.2011 kl. 22:26

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ert þú svo ekki á afar hálum ís palli minn?

sbr færslu þína í síðustu viku:

Góðan daginn, við erum á hálum ís þegar 400.000 eru orðin allt í einu há laun! Þarna eru breiðu bökin í samfélaginu sbr. t.d. kennarar sem eru með reynslu eða í stjórnunarstörfum.  Þetta nær til allra skólastiga þ.e. leikskóla, grunnskóla og menntaskóla.  Þessi hópur er ekki sá hópur sem fór illa með almannafé á tímum góðærisins en stóð þess í stað vaktina og hlúði að því dýrmætasta sem við eigum þ.e. börnunum og unglingunum.  Þessi hópur mun gera það áfram. Þetta launabil á líka við háskólamenntaða  heilbrigðisstarfsmenn og aðra háskólamenntaða ríkisstarfsmenn, það væri skammsýni að "öfundast" út í fólk með 400.000 kr!  Ég samþykki alveg hátekjuskatt á kr. 700.000 en að vega launum á bilinu 400.000 er ekki gott. Það var sú tíð að fólk hló að þessum launum í góðærinu og sagði "ég hef ekki efni á þessum launum" og leitaði annað eða var í öðrum störfum sem gáfu mun betur. Nú er öldin önnur hjá mörgum.

Sigurjón Benediktsson, 30.7.2011 kl. 22:35

5 identicon

Það sem ég skil nú helst ekki með þessa frétt er, afhverju það kemur landanum eitthvað við hvað einn maður gerir.

Ef það kæmu útskýringar um þessar hrikalegu skattlagningu, þá væri fréttin svosem sæmileg, en annars er hún algjörlega tilgangslaus og við getum bara óskað þér góðs gengis í Noregi, rétt eins og þúsund öðrum Íslendingum.

Gunnar (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:13

6 Smámynd: Magnús Ágústsson

Gunnar (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:13

EINN maður veistu hvað mörg ÞÚSUND Íslendinga eru flúnir ú landi

6þúsun9hundruð6tíu og níu á árunum 2009 og 20010 

Þessar tölur er ástæðan fyrir því að atvinnutölur eru lægri hérna en ella 

Magnús Ágústsson, 30.7.2011 kl. 23:33

7 identicon

Það er akkúrat það sem ég meina. Þetta er frétt um einn mann sem er ekki ánægður með skattkerfið og einhverja sérstaka 'vinnureglu' sem er ekki útskýrð, heldur segir hann eingungis að hún sé slæm. Hver er nákvæmlega tilgangurinn?

Ég hefði ekkert á móti því að fá betri útskýringu á þessari vinnureglu í stað þess að segja "tvísköttun, ég er farinn"(ekki nóg með það, heldur er lykilorðin í í greininni "[..] eins og ég skildi hann."

Auk þess er frekar rangt að tengja þá þúsundi Íslendinga sem hafa flutst út, við hærri skatta(eða þá skattreglu sem þessi maður er óánægður með), eins og ég les úr því sem þú skrifar. Ef eitthvað er, myndi ég frekar tengja það við atvinnuleysi og fall krónunnar(ekki það að ég sé eitthvað að reyna að verja skattahækkanir eða almennt ríkisstjórnina).

Gunnar (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 23:49

8 Smámynd: Magnús Ágústsson

Þetta er orðis soldið súrealikst

Íslendingar flúðu hingað frá skattpíningu Noregs konungs á sýnum tíma 

Núna flýja Íslendingar skattpíningu Einræðis hyggju Yfir kommunista Íslands honum Steingrími 

Þessi Steingrímur er svo ruglaður að þegar það kom í ljós að allar hans skatta hækkanir urðu til þess að minnka innkomu að best væri að hækka skatta !!! þvílíkur Hálviti 

Magnús Ágústsson, 31.7.2011 kl. 00:03

9 identicon

Elsku kallinn, það skiptir ekki máli hvenær þér dettur í hug að flytja hemilisfestið, heldur hvenær þú ferð úr landi og gerist launþegi í öðru landi.

Persónuafsláttur fer eftir því hvar þú ert, ekki hver þú ert.

Tvísköttunarsamningar eru til að komast hjá tvísköttun, ekki til að komast hjá sköttum. Meginreglan er sú að skattarétturinn tilheyrir landinu sem skaffar tekjurnar. Tekjur á Íslandi eru því skattskyldar á Íslandi, tekjur í Noregi eru skattskyldar í Noregi. Persónuafslátturinn er svo eitthvað sem þú vinnur þér inn með því að búa í því landi sem þú hefur laun frá, ekki eftir því hvort þú kjósir skrá þig búsettan í Timbuktu eða sért með lögheimili í Sahara.

bjarni (IP-tala skráð) 31.7.2011 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband